Greinar og nafnorð

Greinir (ákveðinn eða óákveðinn) er alltaf laus og stendur á undan nafnorðinu.

Nafnorð eru karlkyns, kvenkyns eða hvorukyns.

Þýska hefur fjögur föll eins og íslenska: Nefnifall (Nominativ), þolfall (Akkusativ), þágufall (Dativ) og eignarfall (Genitiv).

Kyn og fall nafnorða sjást yfirleitt ekki á orðinu sjálfu heldur á greininum

Greinar (Artikel)

Ákveðinn greinir (Der bestimmte Artikel)

Fallbeyging:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf der Mann die Frau das Kind die Männer /Frauen
þf den Mann die Frau das Kind die Männer/Frauen
þgf dem Mann der Frau dem Kind den Männern/Frauen
ef des Mannes der Frau des Kindes der Männer/Frauen

Flest önnur fallorð beygjast eins og ákveðinn greinir

Í fleirtölu er sami greinir fyrir öll kyn

Óákveðinn greinir (Der unbestimmte Artikel)

Fallbeyging:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf ein Mann eine Frau ein Kind Männer /Frauen
þf einen Mann eine Frau ein Kind Männer/Frauen
þgf einem Mann einer Frau einem Kind Männern/Frauen
ef eines Mannes einer Frau eines Kindes Männer/Frauen

ein- er bæði notað sem óákveðinn greinir í eintölu og sem töluorð (einn).
Óákveðinn greinir er því ekki til í fleirtölu.

Nafnorð án óákveðins greinis

Safn- og efnaheiti í óákveðnu magni, þ.e. það sem ekki er hægt að telja

dæmi: Möchten Sie Milch?

Hugtakaheiti

dæmi:

Starfsheiti sem sagnfylling (með sein eða werden)

dæmi: Er ist Arzt. Ich möchte Lehrer werden.

Neitun nafnorða með kein

Fallbeyging á kein:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf kein Mann keine Frau kein Kind keine Männer /Frauen
þf keinen Mann keine Frau kein Kind keine Männer/Frauen
þgf keinem Mann keiner Frau keinem Kind keinen Männern/Frauen
ef keines Mannes keiner Frau keines Kindes keiner Männer/Frauen

Kein fallbeygist eins og óákveðinn greinir í eintölu en eins og ákveðinn greinir í fleirtölu

Notkun á kein: Neitun óákveðinna nafnorða

a) Neitun nafnorða með óákveðnum greini og óákveðinna nafnorða í fleirtölu

dæmi: Hast du einen Kuli? Nein, ich habe keinen Kuli (kk,þf).

b) Neitun nafnorða sem standa án greinis

dæmi: Hast du Zeit? Nein, ich habe keine Zeit (kvk,þf).

 

Munur á nicht og kein

Nafnorð (Substantive)

Fallbeyging með ákveðnum greini:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf der Mann die Frau das Kind die Männer /Frauen
þf den Mann die Frau das Kind die Männer/Frauen
þgf dem Mann der Frau dem Kind den Männern/Frauen
ef des Mannes der Frau des Kindes der Männer/Frauen

Fallbeyging með óákveðnum greini:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf ein Mann eine Frau ein Kind Männer /Frauen
þf einen Mann eine Frau ein Kind Männer/Frauen
þgf einem Mann einer Frau einem Kind Männern/Frauen
ef eines Mannes einer Frau eines Kindes Männer/Frauen

Kyn og fall nafnorða sjást yfirleitt ekki á orðinu sjálfu heldur á greininum. Í þágufalli fleirtölu enda þó nafnorð á -n og í eignarfalli karlkyns og hvorukyns á -s eða -es (nafnorð sem hafa fleiri en eitt atkvæði enda oftast á -s, einkvæð orð oftast á -s).

dæmi: der Lehrer - des Lehrers, der Tag - des Tages

Kenniföll nafnorða í orðabókum

Þrjú föll eru kenniföll og af þeim má ráða beygingu nafnorða: Nefnifall og eignarfall eintölu og nefnifall fleirtölu. Þessi föll eru yfirleitt gefin upp svona í orðabókum:

der Mann, -es, ¨-er: nf.et: der Mann, ef.et: des Mannes, nf.ft: die Männer

die Frau, -, -en: nf.et: die Frau. ef.et: der Frau, nf.ft: die Frauen

das Kind, -es, -er: nf.et: das Kind, ef.et: des Kindes, nf.ft: die Kinder

Í sumum orðabókum má sjá þessar skammstafanir í stað ákveðins greinis:

m = maskulinum (kk)
f = femininum (kvk)

n = neutrum (hk)

Eignarfall nafnorða finna glærur

Lýsingarorð

Óbeygð lýsingarorð

Sérstæð lýsingarorð
Þegar lýsingarorð standa sem sagnfylling á eftir sögnunum sein og werden eru þau sérstæð. Þau beygjast ekki.

Dæmi:

Der Mann ist nett. (Maðurinn er yndæll)
Die Frau ist nett. (Konan er yndæl)
Das Kind ist nett. (Barnið er yndælt)
Die Kinder sind nett. (Börnin eru yndæl)

Der Mann wird glücklich. (Maðurinn verður hamingjusamur)
Die Frau wird glücklich. (Konan verður hamingjusöm)
Das Kind wird glücklich. (Barnið verður hamingjusamt)
Die Kinder werden glücklich. (Börnin verða hamingjusöm)

Beygð lýsingarorð

Hliðstæð lýsingarorð

Þegar lýsingarorð standa sem einkunn á undan nafnorðum eru þau hliðstæð. Þau fallbeygjast.

Mismunandi beyging lýsingarorða ræðst af svokölluðu ákvæðisorði.
Ákvæðisorð er greinir eða fornafn sem stendur á undan lýsingarorðinu.

Veik beyging:
Ákvæðisorð er ákveðinn greinir eða orð sem beygjast eins og hann (t.d. dieser, welcher, jeder).

eintala
 
kk
kvk
hk
nf der junge Mann die junge Frau das junge Kind
þf den jungen Mann die junge Frau das junge Kind
þgf dem jungen Mann der jungen Frau dem jungen Kind
ef des jungen Mannes der jungen Frau des jungen Kindes

fleirtala
 
öll kyn
nf die jungen Männer /Frauen
þf die jungen Männer/Frauen
þgf den jungen Männern/Frauen
ef der jungen Männer/Frauen

Í fleirtölu beygist lýsingarorðið veikt ef það er á annað borð ákvæðisorð (greinir eða fornafn) á undan því.
Lýsingarorðið fær endinguna -en í öllum föllum!

Í eintölu endar lýsingarorðið annað hvort á -e eða -en, í fleirtölu á -en:

eintala fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf -e -e -e -en
þf -en -e -e -en
þgf -en -en -en -en
ef -en -en -en -en

Blönduð beyging:
Ákvæðisorð er óákveðinn greinir eða orð sem beygjast eins og hann (t.d. kein, mein, dein, sein, ihr, unser, euer, ihr og Ihr).

eintala
 
kk
kvk
hk
nf ein junger Mann eine junge Frau ein junges Kind
þf einen jungen Mann eine junge Frau ein junges Kind
þgf einem jungen Mann einer jungen Frau einem jungen Kind
ef eines jungen Mannes einer jungen Frau eines jungen Kindes

Eini munurinn á veikri og blandaðri beygingu lýsingarorða er í nefnifalli karlkyns og í nefnifalli og þolfalli hvorukyns.

Í fleirtölu er veik beyging á eftir þessum ákvæðisorðum.

Sterk beyging:
Ef ákvæðisorð vantar, td. á undan safnheitum eða óákveðinni fleirtölu fær lýsingarorðið sjálft endingu ákveðins greinis (nema í eignarfalli kk. og hk. þar er endingin -en).

eintala
 
kk
kvk
hk
nf kalter Kaffee kalte Milch kaltes Wasser
þf kalten Kaffee kalte Milch kaltes Wasser
þgf kaltem Kaffee kalter Milch kaltem Wasser
ef kalten Kaffees kalter Milch kalten Wassers

fleirtala
 
öll kyn
nf junge Männer /Frauen
þf junge Männer/Frauen
þgf jungen Männern/Frauen
ef junger Männer/Frauen

Þetta beygingarkerfi er einnig notað á eftir orðunum:
viele - wenige - einige - mehrere

þrátt fyrir að þau hafi beygingarendingar ákveðins greinis.

fleirtala
 
öll kyn
nf viele junge Männer /Frauen
þf viele junge Männer/Frauen
þgf vielen jungen Männern/Frauen
ef vieler junger Männer/Frauen

Lýsingarorðsnafnorð

Lýsingarorðsnafnorð eru nafnorð sem dregi eru af lýsingarorðum eða lýsingarháttum sagna.Þau beygjast eins og lýsingarorð.

Endingar fara eftir ákvæðisorðinu (greinir eða fornafn sem stendur á undan):

Dæmi:
jugendlich - der Jugendliche (unglingur)

Ákveðið: Á eftir ákveðnum greini og orðum sem beygjast eins og hann = eins og veik beyging lýsingarorða:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk (lítið notað)
öll kyn
nf der Jugendliche die Jugendliche (das Jugendliche) die Jugendlichen
þf den Jugendlichen die Jugendliche (das Jugendliche) die Jugendlichen
þgf dem Jugendlichen der Jugendlichen (dem Jugendlichen) den Jugendlichen
ef des Jugendlichen der Jugendlichen (des Jugendlichen) der Jugendlichen

Óákveðið: Á eftir óákveðnum greini og orðum sem beygjast eins og hann = eins og blönduð beyging lýsingarorða:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk (lítið notað)
öll kyn
nf ein Jugendlicher eine Jugendliche (ein Jugendliches) Jugendliche
þf einen Jugendlichen eine Jugendliche (ein Jugendliches) Jugendliche
þgf einem Jugendlichen einer Jugendlichen (einem Jugendlichen) Jugendlichen
ef eines Jugendlichen einer Jugendlichen (eines Jugendlichen) Jugendlicher

Lýsingarorðsnafnorð í hvorukyni

Stigbreyting lýsingarorða (og atviksorða)

Eins og í íslensku eru þrjú stig: Frumstig (Positiv), miðstig (Komparativ) og efsta stig (Superlativ).

Bæði hliðstæð og sérstæð lýsingarorð geta stigbreytst.

Miðstig: -er er bætt við frumstig: schön (fallegur) - schöner (fallegri)

Efsta stig:
Sérstæð lýsingarorð: am fyrir framan lýsingarorðið og endingunni -(e)sten er bætt við frumstigið: schön (fallegur) - am schönsten (fallegastur)
Hliðstæð lýsingarorð: -(e)st + fallbeygingarendingu lýsingarorðsins er bætt við frumstigið: schön (fallegur) - der schönste Tag (fallegasti dagurinn)

Regluleg stigbreyting:

frumstig miðstig efsta stig
hliðstætt sérstætt
schön
(fallegur)

schöner
(fallegri)

(der) schönste
((sá) fallegasti)
am schönsten
(fallegastur)
klein
(lítill)
kleiner
(minni)
(der) kleinste
((sá) minnsti
am kleinsten
(minnstur)
rot
(rauður)
roter
(rauðari)
(der) roteste
((sá) rauðasti

am rotesten
(rauðastur)

 

Flest eins atkvæðis orð sem hafa a, o eða u í stofni hljóðbreytast (fá tvípunkt) í miðstigi og efsta stigi:

frumstig miðstig efsta stig
    hliðstætt sérstætt
groß
(stór)

großer
(stærri)

(der) größste
((sá) stærsti)
am größsten
(stærstur)
alt
(gamall)
älter
(eldri)
(der) älteste
((sá) elsti)
am ältesten
(elstur)

Óregluleg stigbreyting:

frumstig miðstig efsta stig
    hliðstætt sérstætt
gut
(góður)
besser
(betri)
(der) beste
((sá) besti
am besten
(bestur)
dunkel
(dökkur/dimmur)
dunkler
(dekkri)
(der) dunkelste
((sá) dekksti)
am dunkelsten
(dekkstur)
hoch
(hár)
höher
(hærri)
(der) höchste
((sá) hæsti)
am höchsten
(hæstur)
nah
(nálægur)
näher
(nálægari/nær)
(der) nächeste
((sá nálægasti/næsti)
am nächesten
(nálægastur)
teuer
(dýr)
teurer
(dýrari
(der) teuerste
((sá) dýrasti)
am teuersten
(dýrastur)

Óregluleg stigbreyting á atviksorðinu gern:

frumstig miðstig efsta stig
gern
(gjarnan)

lieber
(heldur)

am liebsten
(helst)

viel (mikið magn) og wenig (lítið magn):

frumstig miðstig efsta stig
    hliðstætt sérstætt
viel
(mikið magn)

mehr
(meira)

(das) meiste
((það) mesti)
am meistesten
(mest)
wenig
(lítið magn)
weniger
(minna)
(der) wenigste
((það) minnsta)
am wenigsten
(minnst)

viele (margir) og wenige (fáir):

frumstig miðstig efsta stig
    bara hliðstætt
viele
(margir)

mehr
(fleiri)

die meisten
(flestir)
wenig
(lítið magn)
weniger
(minna)
die wenigsten
(fæstir)

mehr og weniger fá ekki beygingarendingar

Töluorð

Frumtölur (Grundzahlen)

0 null                
1 eins 11 elf 21 einundzwanzig 10 zehn 101 hunderteins
2 zwei 12 zwölf 22 zweiundzwanzig 20 zwanzig 112 hundertzwölf
3 drei 13 dreizehn 23 dreiundzwanzig 30 dreißig 130 hundertdreißig
4 vier 14 vierzehn 24 vierundzwanzig 40 vierzig 144 hundertvierundvierzig
5 fünf 15 fünfzehn 25 fünfundzwanzig 50 fünfzig 250 zweihundertfünfzig
6 sechs 16 sechzehn 26 sechsundzwanzig 60 sechzig
7 sieben 17 siebzehn 27 siebenundzwanzig 70 siebzig
8 acht 18 achtzehn 28 achtundzwanzig 80 achtzig
9 neun 19 neunzehn 29 neunundzwanzig 90 neunzig
10 zehn 20 zwanzig 30 dreißig 100 hundert (einhundert) 1000 (ein)tausend

1 000 000 eine Million

Tölur lægri en milljón eru ritaðar í einu orði.

Ártöl (Jahreszahlen)

Þau eru lesin eins og í íslensku:
1986: neunzehnhundertsechsundachtzig
2003: zweitausenddrei

Ártöl eru yfirleitt notuð án forsetningar: Sie ist 1984 geboren. (Hún fæddist 1984)
Eða með fasta orðasambandinu im Jahr(e): Sie ist im Jahre 1984 geboren. (Hún fæddist árið 1984)

Raðtölur (Ordinalzahlen)

Endingar bætast við síðasta lið tölunnar. Þær fallbeygjast eins og lýsingarorð og eru yfirleitt nefndar með ákveðnum greini í karlkyni eintölu.

Frá 1 til og með 19 bætist -te við töluna Frá og með 20 bætist -ste við töluna
1. der erste
2. der zweite
3. der dritte
4. der vierte
5. der fünfte
6. der sechste
7. der siebte
8. der achtte
9. der neunte
10. der zehnte
11. der elfte
12. der zwölfte
13. der dreizehnte
18. der achtzehnte
19. der neunzehnte
20. der zwanzigste
21. der einundzwanzigste
22. der zweiundzwanzigste
   
30. der dreißigste
40. der vierzigste
50. der fünfzigste
60. der sechzigste
70. der siebzigste
80. der achtzigste
90. der neunzigste
100. der hundertste
101. der hunderterste

Dagsetningar

Spurningar: Svör:
sein + nefnifall sein + nefnifall
Welches Datum ist heute? Heute ist der siebte neunte.
Der wievielte ist heute? Heute ist der siebte September.
(Hvaða dagur er í dag?) (Í dag er 7. 9. / 7. september)
haben + þolfall haben + þolfall
Welches Datum haben wir heute? Heute haben wir den siebten neunten.
Den wievielten haben wir heute? Heute haben wir den siebten September.
Wann an + þágufall
Wann hast du Geburtstag?
(Hvenær áttu afmæli?)
Ich habe am vierten dritten/ am vierten März Geburtstag.
(Ég á afmæli 4. 3. / 4. mars)
Wann bist du geboren?
(Hvenær ertu fæddur?)
Ich bin am ersten achten / am ersten August 1985 geboren.
(Ég er fæddur 1. 8. / 1. ágúst 1985)
Wann fängt die Schule an?
(Hvenær byrjar skólinn?)
Die Schule fängt am vierzehnten neunten / am vierzehnten September an.
(Skólinn byrjar 14. 9 / 14. september)

Klukkan

 

 

 

 

Persónufornöfn (Personalpronomen)

Fallbeyging:

eintala fleirtala
  1. pers. 2. pers. 3. pers. 1. pers. 2. pers. 3. pers. þérun
      kk kvk hk        
nf. ich
(ég)
du
(þú)
er
(hann)
sie
(hún)
es
(það)
wir
(við)
ihr
(þið)
sie
(þeir, þær, þau)
Sie
(þér)
þf mich
(mig)
dich
(þig)
ihn
(hann)
sie
(hana)
es
(það)
uns
(okkur)
euch
(ykkur)
sie
(þá, þær, þau)
Sie
(yður)
þgf mir
(mér)
þér
(þér)
ihm
(honum)

ihr
(henni)

ihm
(því)

uns
(okkur)

euch
(ykkur)
ihnen
( þeim)
Sie
(yður)

Sjá má að 3. persóna et og ft beygist eins og ákveðinn greinir

Eignarfall persónufornafnanna er ekki sýnt vegna þess að í þýsku eru eignarfornöfn eru notuð til að tilgreina eiganda en ekki eignarfall persónufornafna.

Eignarfornöfn (Possessivpronomen)

Eignarfornöfn eru samsett úr stofni og endingu

eigandinn ræður því hvaða stofn við notum en endingin fer eftir eigninni

Stofn eignarfornafna :
(hver er eigandinn?)

Eignarfornöfn   samsvarandi persónufornöfn
stofn íslenska    
mein minn   ich
dein þinn   du
       
sein hans   er
ihr hennar   sie
sein þess   es
       
unser okkar   wir
euer ykkar   ihr
ihr þeirra   sie
Ihr yðar   Sie

Endingar eignarfornafna:

Eignarfornöfn fallbeygjast eins og ein og kein
Beygingarendingar ráðast eingöngu af eigninni, þ.e. þær ráðast af því hvaða kyn, tala og fall er á eigninni

dæmi:

Endingar eignarfornafna í eignarfalli:

eign í karlkyni eign í kvenkyni eign í hvorukyni eign í fleirtölu
       
mein Bruder meine Schwester mein Kind meine Kinder
dein Bruder deine Schwester dein Kind deine Kinder
       
sein Bruder seine Schwester sein Kind seine Kinder
ihr Bruder ihre Schwester ihr Kind ihre Kinder
sein Bruder seine Schwester sein Kind seine Kinder
       
unser Bruder unsere Schwester unser Kind unsere Kinder
euer Bruder eure Schwester* euer Kind eure Kinder*
ihr Bruder ihre Schwester ihr Kind ihre Kinder
Ihr Bruder Ihre Schwester Ihr Kind Ihre Kinder

* e í euer fellur niður þegar ending bætist við stofninn

Endingar eignarfornafna í öllum föllum:

eintala fleirtala
  kk kvk hk öll kyn
nf unser Bruder unsere Schwester unser Kind unsere Kinder
þf unseren Bruder unsere Schwester unser Kind unsere Kinder
þgf unserem Bruder unserer Schwester unserem Kind unseren Kindern
  unseres Bruders unserer Schwester unseres Kindes unserer Kinder

Í stað unser getur staðið hvaða eignarfornafn sem er

dæmi um notkun eignarfornafna:

Ich helfe meiner Schwester. (þgf.kvk) Ég hjálpa systur minni.
Siehst du deinen Bruder? (þf.kk) Sérð þú bróður þinn?
Klaus und sein Vater sind gute Freunde. (nf.kk) Klaus og pabbi hans eru góðir vinir.
Sie liest ihr Buch. (þf.hk)
Hún les bókina sína.
Das Kind trifft seine Freunde. (þf.ft) Barnið hittir vini sína.
Wir sind bei unseren Freunden. (þgf.ft) Við erum hjá vinum okkar.
Wohnt ihr mit eurem Freund? (þgf.kk) Búið þið með vini ykkar?
Die Kinder und ihre Eltern kommen bald. (nf.ft) Börnin og foreldrar þeirra koma fljótlega.
Bringen Sie bitte Ihre Freundin mit. (þf.kvk) Gjörðið þér svo vel að taka vinkonu yðar með.

Tilvísunarfornöfn (Relativpronomen)

Tilvísunarfornöfn
(Maðurinn sem ég þekki ....)

Beyging tilvísunarfornafna

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf der die das die
þf den die das die
þgf dem der dem denen
ef dessen deren dessen deren

Tilvísunarfornafn beygist eins og ákveðinn greinir, nema í ef. eintölu og í þgf. og ef. í fleirtölu.

Tilvísunarfornafnið lagar sig í kyni og tölu eftir orðinu sem það vísar til.
Það orð stendur í setningunni á undan fornafninu.
Dæmi: Der Mann, der hier wohnt, kommt bald.

Fallvaldar
Fallvaldur tilvísunarfornafns stendur oftast í sömu setningu. Hann er oftast sögn eða forsetning.
Dæmi – sögn: Hier ist ein Mann, den wir kennen. (þolfall)
Die Frau, der ich helfe, ist nett. (þágufall)
Dæmi – forsetning: Das Haus, in dem ich wohne, ist schön. (þgf.)
Athugið að í íslensku stendur forsetning sem stjórnar falli tilvísunarfornafns alltaf aftast í setningunni, en í þýsku fremst.
(Húsið sem ég bý í – Das Haus, in dem ich wohne)

Auðveldasta aðferðin til að finna hvaða fall á að vera á tilvísunarfornafninu er að breyta tilvísunarsetningunni í aðalsetningu.
Dæmi: Ich kenne den Mann (ég þekki manninn = þf.kk) => Hier ist ein Mann, den ich kenne.

Eignarfall
Í ritmáli er tilvísunarfornafn stundum í eignarfalli og stjórnast þá af nafnorði.
Dæmi: Die Frau, deren Wohnung ich gekauft habe, kommt morgen.

Aukasetning
Tilvísunarsetning er aukasetning (beygða sögning aftast) og afmarkast með kommu.
Dæmi: Das Buch, das ich gestern las, war gut.

Spurnarfornöfn

Wer (hver) og was (hvað).
Með wer er spurt um persónur bæði í eintölu og fleirtölu, beygist eins og tilvísunarfornafnið der. Spurnarfornafnið was spyr um hluti eða hugtök og er svo til eingöngu notað í nefnifalli og þolfalli.

Fallbeyging:

nf wer hver was hvað
þf wen hvern was hvað
þgf wem hverjum    
ef wessen hvers wessen hvers

Welcher (hvaða, hvor)

Fallbeygist eins og ákveðinn greinir:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf welcher welche welches welche
þf welchen welche welches welche
þgf welchem welcher welchem welchen
ef welches welcher welches welcher


Was für ein (hvers konar, hvernig)

Fallbeygist eins og óákveðinn greinir:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf was für ein was für eine was für ein was für
þf was für einen was für eine was für ein was für
þgf was für einem was für einer was für einem was für
ef was für eines was für einer was für eines was für

Óákveðinn greinir er ekki til í fleirtölu og því er aðeins spurt með was für + nafnorði

Merkingarmunur á welcher og was für ein

Welcher Was für ein
Spyr um einn af ákveðnum fjölda. Í svarinu er notaður ákveðinn greinir. spyr um eiginleika eða gerð. Í svarinu er notaður óákveðinn greinir.
Dæmi: Welchen Pullover möchtest du? Ich möchte den blauen Pullover. (Hvaða peysu langar þig í? mig langar í bláu peysuna). Dæmi: Was für einen Pullover möchtest du? Ich möchte einen Wollpullover. (Hvernig/hvers konar peysu langar þig í? Mig langar í ullarpeysu).

Ábendingarfornöfn

Dieser (þessi)

Beygist eins og ákveðinn greinir:

eintala
fleirtala
 
kk
kvk
hk
öll kyn
nf dieser diese dieses diese
þf diesen diese dieses diese
þgf diesem dieser diesem diesen
ef dieses dieser dieses dieser

Derselbe

Óákveðin fornöfn

Forsetningar (Präpositionen)

Helstu forsetningarnar og föllin sem þær stýra:

Þolfall

durch, für, gegen, ohne, um, entlang

Þágufall

aus, bei, mit, nach, seit, von, zu, außer, entgegen, gegenüber

þolfall og þágufall

an, auf, hinter, neben, in, über, unter, vor, zwischen

Eignarfall

(an)statt, trotz. während. wegen, außerhalb, innerhalb

 

Forsetningar sem stýra þolfalli (Präpositionen mit dem Akkusativ)

Helstu forsetningar: Dæmi: Íslenska:
durch Sie geht durch den Park. (Hún gengur gegnum garðinn) í gegnum
für Er kauft ein Buch für seinen Vater. (Hann kaupir bók fyrirhanda pabba sínum)
Wer ist für diesen Vorschlag? (Hver er fylgjandi þessari tillögu?)
fyrir/handa
vera fylgjandi
gegen Ich bin gegen diesen Vorschlag. (ég er á móti tillögunni)
Er fuhr gegen eine Brücke. (Hann keyrði á brú)
Wir kommen gegen zwei Uhr. (Við komum um tvöleytið)

á móti, andsnúinn
(rekast) á
um ... leytið

ohne Sie gingen ohne mich ins Café. (Þau fóru án mín á kaffihúsið) án
um Wir sitzen um den Tisch. (Við sitjum í kringum borðið)
Er kommt um zwei Uhr. (Hann kemur klukkan tvö)

í kringum
klukkan (nákvæmlega)

entlang

Wir gehen die Mauer entlang. (Við göngum meðfram múrnum)
Sie gehen diese Straße entlang. (Þér gangið eftir þessari götu)
entlang stendur á eftir nafnorðinu.

meðfram
eftir

Forsetningar sem stýra þágufalli (Präpositionen mit dem Dativ)

Helstu forsetningar: Dæmi: Íslenska:
aus Er geht aus der Schule. (Hann gengur út úr skólanum)
Ich komme aus Island. (Ég kem frá Íslandi)
út úr
(vera) frá
bei Ich wohne bei meiner Oma. (Ég bý hjá ömmu minni)
Er sitzt an dem Tisch. (Hann situr við borðið)
hjá
rétt hjá/við
mit Er fährt mit dem Bus. (Hann fer með strætó)
Die Schüler gehen mit dem Lehrer ins Museum. (Nemendurnir fara með kennaranum á safn)
Sie geht mit dem Kind zum Arzt. (Hún fer með barnið til læknis)
með
(fara) með e-m
(fara) með e-n
nach Wir fliegen nach Berlin. (Við fljúgum til Berlínar)
Es ist zehn nach fünf. (Klukkan er tíu mínútur yfir fimm)
Nach der Schule gehe ich in die Stadt. (Eftir skólann fer ég í bæinn)
til (nafngreindra borga og landa)
yfir
eftir
seit Er wohnt seit einem Jahr in Island. (Hann er búinn að búa í eitt ár á Íslandi (og býr þar enn))
Ich warte schon seit einer Stunde. (Ég er búin að bíða í klukkutíma)
 
von Das ist ein Geschenk von meinem Freund. (Þetta er gjöf frá vini mínum )
Ich komme gerade vom Flughafen. (Ég er einmitt að koma af flugvellinum)
Er kam gerade von Reykjavík. (Hann var að koma frá Reykjavík)
frá
(vera að koma) frá
zu Ich gehe zu meiner Freundin. (Ég fer til vinkonu minnar)
Wir gehen zur Schule. (Við förum í skólann)
til (persóna og bygginga)

 

Aðrar forsetningar sem stýra þágufalli Dæmi: Íslenska:
außer Außer ihm war nur eine Person da. (Auk hans var bara einn mættur)
Alle außer mir waren krank. (allir nema ég voru veikir)
auk
nema
entgegen Mein Freund kommt mir entgegen. (Vinur minn kemur á móti mér)
entgegen stendur á eftir fallorðinu
á móti (aðeins með hreyfingarsögn, t.d. hlaupa/koma á móti)
gegenüber Mein Haus steht gegenüber dem Rathaus.(Húsið mitt stendur á móti ráðhúsinu)
Mein Freund steht mir gegenüber . (Vinur minn stendur andspænis mér)
Þegar fallorðið er persónufornafn stendur gegenüber á eftir.
andspænis/á móti

Forsetningar sem stýra bæði þolfalli og þágufalli

Þær hafa oftast staðarmerkingu og segja þá til um hvar einhver hlutur er eða hvert hann er settur.

 

Þolfall

hreyfing

forsetningarnar segja til um hvert einhver hlutur er settur

Þágufall

kyrrstaða

forsetningarnar segja til um hvar einhver hlutur er, þ.e. lýsa ástandi

 

 

Helstu forsetningar: Hvert er hluturinn settur? Hreyfing => þolfall Hvar er hluturinn? Kyrrstaða => þágufall Íslenska:
an

Er hängt das Bild an die Wand. (hann hengir myndina á vegginn).

Wir setzen uns an den Tisch. (Við setjumst við borðið).

Sie geht an die Tafel. (Hún gengur að töflunni).

Er hängt die Lampe an die Decke. (Hann hengir ljósið upp í loftið).

 

Das Bild hängt an der Wand. (Myndin hangir á veggnum).

Wir sitzen an dem Tisch. (Við situm við borðið).

Sie steht an der Tafel. (Hún stendur við töfluna).

Die Lampe hängt an der Decke. (Ljósið hangir upp í loftinu).

 

á

við

að/við

upp í/undir

Ath: an þýðir aldrei ofan á

auf

Ich stelle die Vase auf den Tisch. (Ég set vasann á borðið).

Er setzt sich auf den Stuhl. (Hann sest á stólinn).

Die Vase steht auf dem Tisch. (Vasinn stendur á borðinu).

Er sitzt auf dem Stuhl. (Hann situr á stólnum).

(ofan) á

(ofan) á

hinter Wir gehen hinter das Haus. (Við förum á bak við/aftur fyrir húsið). Wir sind hinter dem Haus. (Við erum á bak við/fyrir aftan húsið). á bak við / fyrir aftan
neben Ich lege das Buch neben den Computer. (Ég legg bókin við hliðina á tölvunni). Das Buch liegt neben dem Computer. (Bókin liggur við hliðina á tölvunni). við hliðina á
in Sie gehen in die Stadt. (þau fara í bæinn). Sie sind in der Stadt. (Þau eru í bænum). í
über Ich hänge die Lampe über den Tisch. (Ég hengi ljósið fyrir ofan borðið). Die Lampe hängt über dem Tisch. (Ljósið hangir yfir borðinu). yfir / fyrir ofan
unter Er stellt die Schuhe unter das Bett. (Hann setur skóna undir rúmið). Die Schuhe sind unter dem Bett. (Skórnir eru undir rúminu). undir
vor Er setzt sich vor den Fernseher. (Hann sest fyrir framan sjónvarpið). Er sitzt vor dem Fernseher. Hann situr fyrir framan sjónvarpið). fyrir framan
zwischen

Sie fährt das Auto zwischen die Häuser. (Hún keyrir bílinn á milli húsanna).

Das Auto steht zwischen den Häusern. (Bílinn stendur á milli húsanna). á mili

 

Tíðarmerking forsetninganna an, in vor og zwischen.

Þegar þessar forsetningar hafa tíðarmerkingu stýra þær alltaf þágufalli.

  Dæmi: Íslenska:
an

Er kommt am Sonntag. (Hann kemur á sunnudaginn).

Am Abend gingen wir ins Theater. (Um kvöldið fórum við í leikhús).

á

um

in

Wir kommen im August. (Við komum í ágúst).

Die Schule fängt in einem Monat an. (Skólinn byrjar eftir (einn) mánuð)

Im Sommer reisen viele. (Í sumar / á sumrin / um sumarið ferðast margir).

í

eftir

um/í/á

vor

Ich sah ihn vor einer Woche. (Ég sá hann fyrir (einni) viku).

Es ist fünf vor zwei. (Klukkuna vantar fimm mínútur í tvö).

fyrir

vantar í/ fyrir

zwischen Zwischen zwölf und eins ist Mittagspause. (Milli tólf og eitt er hádegishlé). milli

Munur á notkun á in og an:

in + þágufall
Forsetningin in er notuð með lengri tímabilum, svo sem vikum, mánuðum og árstíðum:

im Juli
im Winter

(í júlí)
(í vetur, um veturinn, á veturna)

in dieser Woche
einmal in der Woche

(í þessari viku)
(einu sinni í viku)

in diesem Jahr
einmal im Jahr

(á þessu ári)
(einu sinni á ári)

undantekning:
in der
Nacht

(á nóttunni, um nóttina)

an + þágufall
Forsetningin an er notuð með styttri tímabilum, svo sem dagshlutum og dögum:

am Morgen
am Vormittag
am Nachmittag
am Abend
(um morguninn, að morgni til, á morgnana)
(árdegis)
(síðdegis)
(um kvöldið, að kvöldi til, á kvöldin)
am Freitag
am Donnerstag
am siebten März
(á föstudaginn, á föstudögum)
(á fimmtudaginn, á fimmtudögum)
(sjöunda mars)
am Wochenende (um helgina, um helgar)

 

Ath: Með nöfnum hátíða er notað zu eða an án greinis.
Dæmi: An Weihnachten, zu Weihnachten (um jólin, á jólunum).

Forsetningin in hefur ekki alltaf sömu tíðarmerkingu og íslenska forsetningin í eins og sést á þessum dæmum:

þýska íslenska
in einem Monat eftir mánuð
einen Monat lang í einn mánuð
für einen Monat í einn mánuð
 

 

Forsetningar semstýra eignarfalli

Helstu forsetningar: Dæmi: Íslenska:
(an)statt (An)statt eines Buches kaufte sie eine Zeitschrift. (Í stað bókar keypti hún tímarit). í stað
trotz Trotz des schönen Wetters arbeitet sie weiter. (Þrátt fyrir góða veðrið heldur hún áfram að vinna). þrátt fyrir
während Während der Feier tanzten wir viel. (Við dönsuðum mikið í veislunni). á meðan e-ð varir
wegen*

Wegen der Prüfung müssen wir viel lernen. (Við þurfum að læra mikið vegna prófsins/út af prófinu).

vegna
außerhalb Er wohnt außerhalb der Stadt. (Hann býr utan við bæinn). utan við
innerhalb Er kommt innerhalb eines Jahres zurück. Hann kemur til baka innan árs. innan (við)

* Í stað wegen + persónufornafns:

eintala   fleirtala  
meinetwegen (mín vegna) unsertwegen (okkar vegna)
deinetwegen (þín vegna) euretwegen (ykkar vegna)
seinetwegen (hans vegna) ihretwegen (þeirra vegna)
ihretwegen (hennar vegna) Ihretwegen (yðar vegna)

Forsetningarnar trotz og wegen eru oft notaðar með þágufalli í talmáli.

Á eftir außerhalb og innerhalb er oft notað von + þgf ef nafnorðið er í fleirtölu.
Dæmi: Innerhalb von drei Jahren (innan þriggja ára)

 

Samruni forsetninga og ákveðins greini

Algengt er að forsetningar renni saman við ákveðinn greini bæði í tali og ritun.

Dæmi:

Þolfall Þágufall  
hvorukyn karlkyn, kvenkyn og hvorukyn  
   
ans (an das)
ins (in das)
   
   
   
   
am (an dem)
im (in dem)
beim (bei dem)
zum (zu dem)
zur (zu der)
 

Fornafnaatviksorð eru notuð þegar spurt er eða fjallað um hluti eða hugtök (aldrei persónur).

Spurning:
wo + forsetning
Svar:
da + forsetning
Wovon sprecht ihr?
Von der Arbeit?
Ja, wir sprechen davon.
Woran denkst du?
An Weihnachten?
Ja, ich denke daran.
Worauf wartest du?
Auf die Ferien?
Ja, ich warte darauf.

Þegar forsetning byrjar á sérhljóða bætist -r- á milli wo- eða da- og forsetningarinnar.

Þegar spurt er eða fjallað um persónur eru notaðar forsetningar + spurnarfornöfn í spurningum en forsetningar + persónufornöfn í svari.

Forsetning + spurnarfornafn í spurningu: Forsetning + persónufornafn í svari:
Auf wen wartest du? Ich warte auf ihn.
Mit wem sprichst du? Ich spreche mit ihm.
An wen denkst du? Ich denke an ihn.
Von wem sprecht ihr? Wir sprechen von ihr.

 

Aukasetningar (Nebensätze)

Aukasetningar hefjast á aukatengingum, tilvísunarfornöfnum eða spurnarorðum. Þær geta ekki staðið einar sér en geta verið bæði á undan og á eftir aðalsetningunni.

Í aukasetningum stendur beygða sögnin aftast.

Dæmi:
Er kommt nicht, weil er krank ist. (Hann kemur ekki af því að hann er veikur)
Als ich nach Hause kam, war keiner da. (Þegar ég kom heim var enginn þar)

Laus forskeyti losna ekki frá sögninni í aukasetningum.

Dæmi:
Ich weiß, dass er mich heute abholt. (Ég veit að hann sækir mig í dag)

Ef sagnirnar eru fleiri en ein stendur beygða sögnin aftan við hinar.

Dæmi:
Er geht immer ins Schwimmbad, wenn er lange gearbeitet hat.

 

 

Sagnir

Nútíð

(Präsens)

Veikar sagnir (Schwache Verben)

Stofninn breytist ekki

 

Persónuendingar
yfirlit

eintala

ich -e
du -st
er, sie, es -t

fleirtala

wir -en
ihr -t
sie, Sie -en

 

Svona persónubeygingjast venulegar veikar sagnir:

Nafnháttur: kaufen að kaupa
1. pers. et ich kaufe ég kaupi
2. pers. et du kaufst þú kaupir
3. pers. et er, sie, es kauft hann, hún, það kaupir
1. pers. ft wir kaufen við kaupum
2. pers ft ihr kauft

þið kaupið

3. pers. ft /þérun sie / Sie kaufen þeir, þær, þau, kaupa / þér kaupið

Frávik

Til að auðvelda framburð getur þurft að bæta við eða jafnvel fella úr staf:

Ef stofn sagnar endar á -t eða -d Ef stofn sagnar endar á samhljóða + m eða -n Ef stofninn endar á -s, -z eða Ef nafnháttur endar aðeins á -n
landen
(að lenda)
öffnen
(að opna)
heißen
(að heita)
verbessern
(að leiðrétta)
ich lande ich öffne ich heiße ich verbessere
du landest du öffnest du heißt du verbesserst
er landet er öffnet er heißt er verbessert
wir landen wir öffnen wir heißen wir verbessern
ihr landet ihr öffnet ihr heißt ihr verbessert
sie, Sie landen sie, Sie öffnen sie, Sie heißen sie, Sie verbessern

 

Sterkar sagnir (Starke Verben)

Í nútíð hljóðverpist u.þ.b. þriðjungur sterkra sagna í 2. og 3. persónu eintölu. Hinar beygjast eins og veikar sagnir í nútíð.

Persónuendingar
yfirlit

eintala

ich -e
du * -st
er, sie, es * -t

fleirtala

wir -en
ihr -t
sie, Sie -en

Algengustu hljóðvörpin í 2. og 3. p.et. eru:

a > ä

e > i eða ie

Dæmi um persónubeygingu sterkara sagna í nútíð:

a > ä e > i e > ie
fahren
(að aka, fara með farartæki)
helfen
(að hjálpa)
sehen
(að sjá)
ich fahre ich helfe ich sehe
du fährst du hilfst du siehst
er fährt er hilft er sieht
wir fahren wir helfen wir sehen
ihr fahrt ihr helft ihr seht
sie, Sie fahren sie, Sie helfen sie, Sie sehen

Sagnirnar sein - haben - werden

Þessar sagnir geta staðið sem aðalsagnir en eru einnig notaðar sem hjálparsagnir í samsettum tíðum og í þolmynd.

Beyging í nútíð:

sein
(að vera)
haben
(að hafa, eiga)
werden
(að verða, munu)
ich bin ich habe ich werde
du bist du hast du wirst
er ist er hat er wird
wir sind wir haben wir werden
ihr seid ihr habt ihr werdet
sie, Sie sind sie, Sie haben sie, Sie werden

Núþálegar sagnir (Modalverben)

Núþálegu sagnirnar eru sex talsins en auk þess beygist sögnin wissen eins og þær.

Beyging:

Allar nema sollen hljóðverpast í öllum persónum eintölu. Þær eru endingarlausar í 1. og 3.p.et. Fleirtalan er regluleg.

können
(að geta, kunna)
wollen
(að ætla, vilja)
dürfen
(að mega)
müssen
(að verða að gera,
þurfa að gera)
sollen
(að eiga að gera)
mögen
(að þykja gott, líka)
wissen
(að vita)
ich kann ich will ich darf ich muss ich soll ich mag ich weiß
du kannst du willst du darfst du musst du sollst du magst du weißt
er kann er will er darf er muss er soll er mag er weiß
wir können wir wollen wir dürfen wir müssen wir sollen wir mögen wir wissen
ihr könnt ihr wollt ihr dürft ihr musst ihr sollt ihr mögt ihr wisst
sie, Sie können sie, Sie wollen sie, Sie dürfen sie, Sie mussen sie, Sie sollen sie, Sie mögen sie, Sie wissen

 

Ich möchte (mig langar)

Möchte er í rauninni viðtengingarháttur þátíðar af sögninni mögen en hefur fengið sjálfstæða merkingu.

Ich möchte
(mig langar, ég vil)
ich möchte
du möchtest
er möchte
wir möchten
ihr möchtet
sie, Sie möchten

Sögnin ich möchte er aðeins til í nútíðarmerkingu, í þátíð er notuð sögnin wollen.

Notkun núþálegra sagna og ich möchte:

Þær taka oft með sér aðrar sagnir sem þá standa í nafnhætti aftast í aðalsetningu.

Dæmi um notkun:

wollen: Wir wollen dich heute besuchen. (Við ætlum að heimsækja þig í dag.)
dürfen: Darfst du heute Abend ins Kino gehen? (Máttu fara í bíó í kvöld?)
müssen: Ich muss jetzt nach Hause gehen. (Ég verð að fara heim núna.)
ich möchte: Was möchtet ihr machen? (Hvað langar ykkur að gera?)
Þátíð (Präteritum)

í þátíð sagna eru 1. og 3. persóna eintölu alltaf eins.

Veikar sagnir í þátíð (Schwache Verben)

Stofninn breytist ekki. Þátíð er mynduð með -t- á milli stofns og endingar, -et- ef stofninn endar á -t eða -d.
1. og 3.p.et. enda báðar á -e

Persónuendingar
yfirlit

eintala

ich -te
du -test
er, sie, es -te

fleirtala

wir -ten
ihr -tet
sie, Sie -ten

Beyging veikra sagna í þátíð:

kaufen
(að kaupa)
landen
(að lenda)
ich kaufte ich landete
du kauftest du landetest
er kaufte er landete
wir kauften wir landeten
ihr kauftet ihr landetet
sie / Sie kauften sie, Sie landeten

Afbrigðilegar veikar sagnir

Nokkrar veikar sagnir eru afbrigðilegar þar sem þær mynda þátíð með hljóðskiptum.
(brennen, bringen, denken, kennen, nennen, rennen, senden, wenden)

Beyging afbrigðilegra veikra sagna í þátíð:

bringen
(að færa)
denken
(að hugsa)
kennen
(að þekkja)
senden
(að senda)
ich brachte ich dachte ich kannte ich sandte
du brachtest du dachtest du kanntest du sandtest
er brachte er dachte er kannte er sandte
wir brachten wir dachten wir kannten wir sandten
ihr brachtet ihr dachtet ihr kanntet ihr sandtet
sie / Sie brachten sie / Sie dachten sie / Sie kannten sie / Sie sandten

Sterkar sagnir í þátíð (Starke Verben)

Þátíð sterkra sagna myndast með hljóðskiptum (sjá kennimyndalista).
1. og 3.p.et. eru endingarlausar.

Persónuendingar
yfirlit

eintala

ich -
du -st
er, sie, es -

fleirtala

wir -en
ihr -t
sie, Sie -en

Beyging sterkara sagna í þátíð:

fahren
(að aka, fara með farartæki)
helfen
(að hjálpa)
sehen
(að sjá)
ich fuhr ich half ich sah
du fuhrst du halfst du sahst
er fuhr er half er sah
wir fuhren wir halfen wir sahen
ihr fuhrt ihr halft ihr saht
sie, Sie fuhren sie, Sie halfen sie, Sie sahen

 

Sagnirnar sein - haben - werden

Þessar sagnir mynda þátíð á óreglulegan hátt:

sein
(að vera)
haben
(að hafa, eiga)
werden
(að verða, munu)
ich war ich hatte ich wurde
du warst du hattest du wurdest
er war er hatte er wurde
wir waren wir hatten wir wurden
ihr wart ihr hattet ihr wurdet
sie, Sie waren sie, Sie hatten sie, Sie wurden

 

Núþálegar sagnir í þátíð

Núþálegar sagnir og sögnin wissen mynda þátíð með sömu endingum og veikar sagnir. Í þátíð hefur sérhljóðinn aldrei tvípunkt.

Beyging núþálegra sagna í þátíð:

können
(að geta, kunna)
wollen
(að ætla, vilja)
dürfen
(að mega)
müssen
(að verða að gera,
þurfa að gera)
sollen
(að eiga að gera)
mögen
(að þykja gott, líka)
wissen
(að vita)
ich konnte ich wollte ich durfte ich musste ich sollte ich mochte ich wusste
du konntest du wolltest du durftest du musstest du solltest du mochtest du wusstet
er konnte er wollte er durfte er musste er sollte er mochte er wusste
wir konnten wir wollten wir durften wir müssten wir sollten wir mochten wir wussten
ihr konntet ihr wolltet ihr durftet ihr musstet ihr solltet ihr mochtet ihr wusstet
sie, Sie konnten sie, Sie wollten sie, Sie durften sie, Sie mussten sie, Sie sollten sie, Sie mochten sie, Sie wussten

Sögnin ich möchte er aðeins til í nútíðarmerkingu, í þátíð er notuð sögnin wollen.

Notkun núþálegra sagna og ich möchte:

Þær taka oft með sér aðrar sagnir sem þá standa í nafnhætti aftast í aðalsetningu.
Dæmi í þátíð:

wollen: Wir wollten dich heute besuchen. (Við ætluðum að heimsækja þig í dag.)
dürfen: Durftest du heute Abend ins Kino gehen? (Máttir þú fara í bíó í kvöld?)
müssen: Ich musste nach Hause gehen. (Ég varð fara heim.)
ich möchte: Was wolltet ihr machen? (Hvað langaði ykkur að gera?)

Lýsingarháttur þátíðar (Partizip II)

Notkun lýsingarháttar þátíðar:

Lýsingarháttur þátíðar er m. a. notaður:

Í núliðinni tíð Sie hat das Buch gelesen Hún hefur lesið bókina
Í þáliðinn tíð Sie hatte das Buch gelesen Hún hafði lesið bókina
Í þolmynd Das Buch wird gelesen Bókin er lesin

Myndun lýsingarháttar þátíðar:

  forskeyti ending
Veikar og núþálegar sagnir ge- -t
Sterkar sagnir ge- -en

Lýsingarháttur þátíðar breytist aldrei.

Ósamsettar sagnir (engin forskeyti)
forskeyti + ending

Dæmi:

  nafnháttur lýsingarháttur þátíðar
veikar sagnir:
sagen (segja)
landen (lenda)
gesagt (sagt)
gelandet (lent)
núþálegar sagnir:
können (geta)
wollen (ætla)
gekonnt (getað)
gewollt (ætlað)
sterkar sagnir:
(hljóðbreyting
sjá kennimyndalista)
helfen (hjálpa)
lesen (lesa)
geholfen (hjálpað)
gelesen (lesið)

Laust samsettar sagnir
ge- stendur á eftir lausa forskeytinu. Endingin ræðst af því hvort sögnin er veik eða sterk.

Dæmi:

  nafnháttur lýsingarháttur þátíðar
veikar sagnir:
abholen (sækja)
mitmachen (taka þátt)
abgeholt (sótt)
mitgemacht (tekið þátt)
sterkar sagnir:
(hljóðbreyting
sjá kennimyndalista)
mitnehmen (taka með)
einladen (bjóða)
mitgenommen (tekið með)
eingeladen (boðið)

Fast samsettar sagnir
ge-
er sleppt. Endingin ræðst af því hvort sögnin er veik eða sterk.

Dæmi:

  nafnháttur lýsingarháttur þátíðar
veikar sagnir:
erzählen (segja frá)
besuchen (heimsækja)
erzählt (sagt frá)
besucht (heimsótt)
sterkar sagnir:
(hljóðbreyting
sjá kennimyndalista)
gefallen (falla í geð)
verstehen (skilja)
gefallen (fallið í geð)
verstanden (skilið)

Veikar sagnir sem enda á -ieren
Ekkert ge-,
bara endingin -t.

Dæmi:

nafnháttur lýsingarháttur þátíðar
korrigieren (leiðrétta)
studieren (stunda háskólanám)
korrigiert (leiðrétt)
studiert (stundað háskólanám)

Núliðin tíð (Perfekt)

Í þýsku er núliðin tíð notu á sambærilegan hátt og þátíð í íslensku

Myndun núliðinnar tíðar:

hjálparsögn
(haben eða sein)
persónubeygð í nútíð

+

aðalsögn
í lýsingarhætti þátíðar
aftast í aðalsetningu
breytist aldrei

Ich habe das Buch gelesen
  (hef)   (lesið)

Sie
ist nach Hause gegangen
  (hefur)   (farið)

Hjálparsagnirnar HABEN og SEIN

Haben:
Flestar sagnir mynda núliðna tíð með hjálparsögninni haben
(t.d. allar sagnir sem stýra falli)
Dæmi: Er hat mich oft gefragt.

Sein:
Sagnir sem ekki stýra falli og tákna hreyfingu frá einum stað til annars eða breytingu á ástandi mynda núliðna tíð með sein.

nafnháttur núliðin tíð    
fliegen Ich bin nach Berlin geflogen. (Ég flaug / hef flogið til Berlínar) = hreyfing
sterben Er ist gestern gestorben. (Hann dó í gær) = breyting á ástandi

Nokkrar aðrar sagnir mynda núliðna tíð með sein:

nafnháttur núliðin tíð  
sein Ich bin hier gewesen. (Ég var / hef verið hér)
werden Er ist gestern krank geworden. (Hann varð / hefur orðið veikur í gær)
bleiben Sie sind lange in Münster geblieben. (Þau dvöldust lengi í Münster)
geschehen Es ist viel geschehen. (Það hefur margt gerst / gerðist margt)
passieren Es ist viel passiert. (Það hefur margt gerst / gerðist margt)
gelingen Es ist ihm gelungen. (Honum hefur tekist það)

Nokkrar hreyfingarsagnir geta bæði myndað núliðna tíð með haben og sein. Við veljum hjálparsögn eftir því hvort þær stýra falli eða ekki í þeirri merkingu sem við erum að nota þær.
Dæmi:

  fliegen  
Stýrir ekki falli: Ich bin nach Wien geflogen. (Ég flaug til Vín)
Stýrir falli: Ich habe das Flugzeug geflogen. (Ég flaug flugvélinni)

Tvöfaldur nafnháttur í núliðinni tíð

Þegar núþálegar sagnir og nokkrar aðrar sagnir standa með öðrum sögnum mynda þær núliðna tíð með haben + tvöföldum nafnhætti.

Dæmi með núþálegum sögnum:

nútíð núliðin tíð
Ich muss viel lernen.
(ég þarf að læra mikið)
Ich habe viel lernen müssen.
(Ég þurfti / hef þurft að læra mikið)
Du willst uns nie helfen.
(Þú vilt aldrei hjálpa okkur)
Du hast uns nie helfen wollen.
(Þú vildir aldrei / hefur aldrei viljað hjálpa okkur)

Sagnirnar lassen (láta), sehen (sjá), hören (heyra) og helfen (hjálpa) standa oft með öðrum sögnum líkt og núþálegar sagnir og mynda í þeim tilfellum núliðna tíð eins:

nútíð núliðin tíð
Ich lasse mir die Haare schneiden.
(ég læt klippa mig)
Ich habe mir die Haare schneiden lassen.
(Ég lét klippa mig)

Þáliðin tíð (Plusquamperfekt)

Myndun þáliðinnar tíðar:

hjálparsögn
(haben eða sein)
persónubeygð í þátíð

+

aðalsögn
í lýsingarhætti þátíðar
aftast í aðalsetningu
breytist aldrei

Ich hatte das Buch gelesen
  (hafði)   (lesið)

Sie
war nach Hause gegangen
  (hafði)   (farið)

Eini munurinn á myndun núliðinnar og þáliðinnar tíðar er að í þáliðinni tíð stendur hjálparsögnin alltaf í þátíð

Þáliðin tíð er notuð á sambærilegan hátt og í íslensku: Þegar verið er að segja frá því sem liðið er er notuð þáliðin tíð til að segja frá því sem gerðist á undan.

liðnir atburðir
þáliðin tíð <-------> þátíð eða núliðin tíð
(gerðist á undan)    
Nachdem ich dich getroffen hatte, fand ich endlich meine Freundin.
(Eftir að ég hitti þig fann ég loksins vinkonu mína)

Framtíð (Futur I)

Myndun framtíðar:

hjálparsögnin
werden
persónubeygð

+

aðalsögn
í nafnhætti
aftast í aðalsetningu

Ich werde das Buch lesen
  (mun / ætla)   (lesa)

Sie
wird bald nach Hause kommen
  (mun ætlar)   (koma)

Samsettar sagnir

þýskar sagnir taka oft forskeyti og breyta þá um merkingu. Sagnirnar eru ýmist með lausu forskeyti eða föstu.
í kennimyndalistanum eru sagnirnar yfirleitt aðeins gefnar án forskeytis.

Laust samsettar sagnir (Trennbare Verben)

Algengustu lausu forskeytin eru: -ab, -an, -auf, -aus, -ein, -mit,- zu
í framburði er áherslan alltaf á lausa forskeytinu.

Í nútíð, þátíð og boðhætti losnar lausa forskeytið frá sögninni og stendur aftast í aðalsetningu.

Dæmi:

Sögn
nútíð
þátíð
boðháttur
anrufen (hringja (í)) Ich rufe sie an. Ich rief sie an. Bitte, ruf mich an!
abholen (sækja) Er holt mich bald an. Er holte mich ab. Hol mich bitte ab!
mitkommen (koma með) Wir kommen heute mit. Sie kamen heute mit. Kommen Sie doch mit!

Í aukasetningu losnar lausa forskeytið ekki frá sögninni.
Dæmi: Ich hoffe, dass er mich anruft.

Laus forskeyti í lýsingarhætti þátíðar

Í lýsingarhætti þátíðar stendur -ge- á eftir lausa forskeytinu.

Dæmi:

nafnháttur lýsingarháttur þátíðar
abholen (sækja)
mitmachen (taka þátt)
Er hat mich abgeholt.
wir haben alle mitgemacht.
mitnehmen (taka með)
einladen (bjóða)
Sie hat ihn mitgenommen.
Wer hat dich eingeladen?

Laus forskeyti og nafnháttarmerkið ZU

Ef nafnháttarmerkið er notað með laust samsettum sögnum stendur það á eftir lausa forskeytinu.

Dæmi:

einfaldur nafnháttur: mitnehmen  
nafnháttur með zu: mitzunehmen Er versprach das Buch mitzunehmen
(Hann lofaði að taka bókina með)

Fast samsettar sagnir (Untrennbare Verben)
Sagnir með föstu forskeyti

Þessi forskeyti eru alltaf föst: be-, ge-, emp, -ent, er-, ver-, zer-, hinter-, miss-
Í framburði eru föst forskeyti alltaf áherslulaus.
Dæmi: erzählen (segja frá)

Föst forskeyti í lýsingarhætti þátiðar

ge- er sleppt

nafnháttur lýsingarháttur þátíðar
erzählen (segja frá)
besuchen (heimsækja)
Er hat von der Reise erzählt.
Hast du ihn besucht?
gefallen (falla í geð, líka)
verstehen (skilja)
Das Buch hat mir gefallen.*
Ich habe alles verstanden.

*ge- er hér fast forskeyti

Forskeyti sem eru ýmist laus eða föst

Þau helstu: durch-, um-, über-, unter

Best er að fletta upp á framburði þessara sagna í orðabók.
Laust samsettar sagnir eru með áhersluna á lausa forskeytinu, en fast forskeyti er ávallt áherslulaust.
Dæmi:
durchfallen: áherslan er á forskeytinu => laust samsett. Er fällt nicht durch. (Hann fellur ekki á prófinu)
übersetzen: forskeytið áherslulaust => fast samsett. Ich übersetze den Taxt. (Ég þýði textann)

Nafnháttarmerkið ZU

Á undan sögn í nafnhætti stendur stundum nafnháttarmerkið zu (að).

Nafnháttur með ZU stendur aftast í aðalsetningu.
Dæmi:
Er entschied in die Stadt zu gehen. (Hann ákvað að fara í bæinn)
Sie versprach die Fahrkarten zu holen. (Hún lofaði að sækja farmiðana)

Í laust samsettum sögnum stendur nafnháttarmerkið á eftir lausa forskeytinu.
Dæmi:
Ich vergesse immer die Bücher mitzubringen. Ég gleymi alltaf að taka bækurnar með)

Athuga þó að þegar núþálegu sagnirnar og nokkrar aðrar taka með sér aðra sögn sem stendur í nafnhætti þá má ekki nota nafnháttarmerkið.
Dæmi:
Er muss morgen in die Schule gehen. (Hann verður að fara í skólann á morgun)

Afturbeygðar sagnir

Gerandinn og þolandinn eru sama persónan. Afturbeygðar sagnir standa með afturbeygðum fornöfnum.

Afturbeygð fornöfn í þolfalli Afturbeygð fornöfn í þágufalli
sich waschen  
(að þvo sér)
þf.
ich
du
er, sie, es
wir
ihr
sie, Sie
  wasche
wäschst
wäscht
waschen
wascht
waschen
mich
dich
sich
uns
euch
sich
sich waschen    
(að þvo sér)
þgf.
þolfallsandlag

ich
du
er, sie, es
wir
ihr
sie, Sie
  wasche
wäschst
wäscht
waschen
wascht
waschen
mir
dir
sich
uns
euch
sich
die Hände
die Hände
die Hände
die Hände
die Hände
die Hände

Afturbeygðu fornöfnin beygjast eins og persónufornöfn nema í 3. persónu eintölu og fleirtölu (sich) bæði í þolfalli og þágufalli.

Afturbeygð fornöfn eru oftast í þolfalli.
En ef afturbeygð sögn tekur með sér þolfallsandlag er afturbeygða fornafnið í þágufalli.

Margar sagnir sem eru afturbeygðar á íslensku eru það einnig í þýsku. Í þýsku eru þó miklu fleiri sagnir afturbeygðar þar sem miðmyndarsagnir (sagnir sem enda á -st) í íslensku eru oftast afturbeygðar í þýsku.

Dæmi:

sich anziehen
(klæða sig)

Ich ziehe mich sofort an.
(Ég klæði mig strax)


sich setzen
(setjast)
Die Schüler setzen sich.
(Nemendurnir setjast)
 
sich etwas kaufen
(kaupa sér e-ð)
Er kauft sich das Buch
(Hann kaupir sér bókina)
das Buch er þolfallsandlag
=> afturbeygða fornafnið er í þágufalli
sich die Zähne putzen
(bursta Tennurnar)
Du musst dir die Zähne putzen.
(Þú verður að bursta tennurnar)
die Zähne er þolfallsandlag
=> afturbeygða fornafnið er í þágufalli

sjá enska síðu með lista

Boðháttur (Imperativ)

Notaður til að skipa eða bjóða eins og í íslensku.
Boðháttur er alltaf ávarp og er því aðeins til í þremur persónum (du - ihr - Sie).

Myndun:

Boðháttur í 2. persónu eintölu (du - þú)

Persónufornafninu du er alltaf sleppt í boðhætti.

Þrír flokkar:

1. Oftast er notaður stofn sagnarinnar án endingar. Það má þó bæta -e við.

nafnháttur boðháttur
aufstehen
kommen
laufen
sich setzen
Steh(e) doch auf!
Komm(e) sofort!
Lauf(e) nicht so schnell!
Setz(e) dich!
(Stattu upp/farðu á fætur)
(Komdu strax)
(Gakktu/hlauptu ekki svona hratt)
(Sestu)
 

2. Endingunni -e verður að bæta við þegar stofn sagnar endar á -t, -d, -ig eða röð að samhljómum sem erfitt er að bera fram.

nafnháttur boðháttur

antworten
einladen
öffnen

Antworte sofort!
Lade sie doch ein!
Öffne
die Tür!
(Svaraðu strax)
(Bjóddu henni)
(Opnaðu dyrnar)
 

3. Sterkar sagnir sem hljóðverpast e>i eða e>ie í nútíð hljóðverpast einnig í boðhætti eintölu. Þær eru alltaf endingarlausar.

nafnháttur (2.p.et) boðháttur
essen (du isst)
helfen (du hilfst)
lesen (du liest)
Iss nicht so schnell!
Hilf deinem Bruder!
Lies den Text!
(Borðaðu ekki svona hratt)
(Hjálpaðu bróður þínum)
(Lestu textann)
 

Boðháttur í 2. persónu fleirtölu (ihr - þið)

Persónufornafninu ihr er alltaf sleppt í boðhætti.

Endingin -t bætist við stofn sagnarinnar. Boðhátturinn er því eins og sögnin í 2. persónu fleirtölu í nútíð.

nafnháttur (2.p.ft) boðháttur
kommen (ihr kommt)
laufen (ihr lauft)
antworten (ihr antwortet)
essen (Ihr esst)
helfen (ihr helft)
lesen (ihr lest)
sich setzen (ihr setzt euch)
Kommt sofort!
Lauft nicht so schnell!
Antwortet
sofort!
Esst
nicht so schnell!
Helft eurem Bruder!
Lest den Text!
Setzt euch!
(Komið strax)
(Hlaupið ekki svona hratt)
(Svarið strax)
(Borðið ekki svona hratt)
(Hjálpið bróður ykkar)
(Lesið textann)
Setjist)
 

Boðháttur í 3. persónu fleirtölu, þérun (Sie - þér)

Persónufornafninu Sie ekki sleppa.

Skipun er beint til einnar eða fleiri persóna sem eru þéraðar. Boðhátturinn er eins og 3. persóna fleirtölu í nútíð.

nafnháttur (3.p.et) boðháttur
kommen (Sie kommen)
antworten (Sie antworten)
lesen (Sie lesen)
Kommen Sie sofort!
Antworten Sie sofort!
Lesen Sie den Text!
(Komið (þér) strax)
(Svarið (þér) strax)
(Lesið (þér) textann)
 

Bitte og doch?

Boðháttur sagnarinnar sein (að vera) er óreglulegur:

2. p.et 2.p.ft þérun
sei!
Sei
ruhig!
(vertu rólegur)
seid!
Seid
ruhig!
(verið róleg)
Seien Sie!
(Seien Sie ruhig!
(Verið (þér) róleg)

Þolmynd (Passiv)

Germynd er algengasta mynd sagna. Gerandinn er frumlagið.

frumlag
gerandinn í nf.
umsögn
í germynd
andlag
þolandi í aukafalli
Er
(Hann
kauft
kaupir
das Buch
bókina)

Í þolmynd er áherslan lögð á þann eða það sem verður fyrir verknaðinum, þolandann. Þolandinn er frumlag í þolmyndarsetningu. Gerandanum er oft sleppt.

frumlag
þolandinn í nf.
umsögn
í þolmynd
Das Buch
(Bókin
wird gekauft.
er lesin)

Ef gerandinn er nefndur er notuð forsetningin von + þgf.
Dæmi: Das Buch wird von ihm gelesen. (Bókin er lesin af honum)

Myndun þolmyndar

hjálparsögnin
werden
persónubeygð

+

aðalsögn
í lýsingarhætti þátíðar
aftast í aðalsetningu
breytist aldrei


nútíð Das Buch wird gekauft (Bókin er keypt)

þátíð

Das Buch
wurde
gekauft
(Bókin var keypt)
núliðin tíð Das Buch ist gekauft worden (Bókin hefur verið keypt)
þáliðið tíð


Das Buch

war

gekauft
worden
(Bókin hafði verið keypt)
framtíð Das Buch wird gekauft werden (Bókin mun verða keypt)

Kennimyndir af werden:
werden - wird - wurde - ist geworden (í þm: ist worden)

Eins og í íslensku er frumlag þolmyndarsetningar oftast í nefnifalli.

Þolfallsandlag í germynd verður að nefnifalli í þolmynd.

Dæmi:

Germynd Þolmynd
þolfall nefnifall
Er liest den Text.
(Hann les textann)
Der Text wird gelesen.
(Textinn er lesin)
Ich fragte dich.
Ég spurði þig)
Du wurdest gefragt.
(Þú varst spurð)
Er hat den Text gelesen.
(Hann las / hefur lesið textann)
Der Text ist gelesen worden.
Textinn var / hefur verið lesinn)

Eins og í íslensku breytir þágufallsandlag í germynd ekki um fall þegar það verður frumlag þolmyndarsetningar.

Dæmi:

Germynd Þolmynd
þágufall þágufall
Sie hilft der Frau.
(Hún hjálpar konunni)
Der Frau wird geholfen.
(Konunni er hjálpað)
Sie half ihr.
(Hún hjálpaði henni)
Ihr wurde geholfen.
(Henni var hjálpað)

MAN í stað Þolmyndar

Þolmynd og germynd með ópersónulega fornafninu man eru notaðar jöfnum höndum.

Germynd Þolmynd
Man liest den Text.
(Maður les textann)
Der Text wird gelesen.
(Textinn er lesin)
Man lachte viel.
(Það var hlegið mikið)
Es wurde viel gelacht.
(Það var hlegið mikið)

Þolmynd með núþálegum sögnum

Viðtengingarháttur þátíðar - Konjunktiv II

1. Líkt og í íslensku er viðtengingarháttur þátíðar myndaður af þátíðarstofni sterkra sagna. Hann hljóðverpist ef hann getur (ef a, o, eða u er í stofni sagnar).

Ég kom
(Þótt/ef) ég kæmi
Ich kam
(Wenn) ich käme

2. Endingarnar eru þær sömu og í þátíð veikra sagna.

veik sögn í þátíð sterk sögn í viðtengingarhætti þátíðar hjálparsagnirnar í viðtengingarhætti þátíðar
fragen
kommen
sein haben

werden

ich fragte
ich käme
ich wäre ich hätte ich würde
du fragtest
du kämest
du wärest du hättest du würdest
er fragte
er käme er wäre er hätte er würde
wir fragten
wir kämen wir wären wir hätten wir würden
ihr fragtet ihr kämet ihr wäret ihr hättet ihr würdet
sie/Sie fragten sie/Sie kämen sie/Sie wären sie/Sie hätten sie/Sie würden


Fleiri dæmi um það hvernig viðtengingarháttur þátíðar er myndaður af þátíð sagna:

nafnháttur þátíð viðtengingarháttur þátíðar
können konnte könnte (gæti)
sollen sollte sollte (ætti, skyldi)
müssen musste müsste (yrði, mætti til)
wissen wusste wüsste (vissi)
dürfen durfte dürfte (mætti)

3. Viðtengingarháttur þátíðar er mjög oft notaður af þessum sögnum hér á undan og mörgum sterkum sögnum.
Af veikum sögnum er (eins og í íslensku) oftast notuð skildagatíð (mundi + nafnháttur) í stað viðtengingarháttar þátíðar, þar sem hann er oftast eins og framsöguháttur þátíðar.

Skildagatíð er mynduð með würde + nafnhætti aftast í setningu.

ich würde fragen
du würdest fragen
er würde fragen
wir würden fragen
ihr würdet fragen
sie/Sie würde fragen

ég mundi spyrja
þú mundir spyrja
o.s.frv.


Eins og í íslensku er líka oft notuð skildagatíð af sterkum sögnum í stað viðtengingarháttar þátíðar:

Dæmi: Ich würde kommen, í stað Ich käme.

Notkun viðtengingarháttar þátíðar um liðna atburði

hjálparsögn
(haben eða sein) í viðtengingarhætti þátíðar

+

aðalsögn
í lýsingarhætti þátíðar


Ic h

hätte
(hefði)

es getan.
(gert)

Ic h wäre
(hefði)
nicht gegangen.
(farið)

Aukatengingar með viðtengingarhætti þátíðar

als ob (eins og)
Samanburður: Sie spricht Deutsch, als ob sie Deutsche wäre.
Sama merking: Sie spricht Deutsch, als wäre sie Deutsche.
ATH! so tun, als ob (þykjast, láta eins og)
Er tut so, als ob er alles wüsste/Er tut so, als wüsste er alles.

wenn (ef)
Skilyrði: Wenn ich Geld hätte, würde ich ein Haus kaufen.
Ósk: Wenn er nur hier wäre!
Sama merking: Wäre er nur hier!

wenn...auch
(jafnvel þótt)

Ich würde nie ein Formel 1-Auto fahren, wenn ich auch dürfte.

 

Kennimyndir sterkra og óreglulegra sagna

(Stammformen von starken Verben)

Nafnháttur Nútíð
(3.p.et)
Þátíð
(3.p.et)
Lýsingarháttur þátíðar Þýðing

backen
befehlen
beginnen
beißen
bergen
bewegen
biegen
bieten
binden
bitten
blasen
bleiben
braten
brechen
brennen
bringen
denken
dringen
dürfen
empfangen
empfehlen
erschrecken
erwerben
essen
fahren
fallen
fangen
finden
fliegen
fliehen
fließen
fressen
frieren
gebären
geben
gefallen
gehen
gelingen
gelten
genießen
geschehen
gewinnen
gießen
gleichen
gleiten
graben
greifen
haben
halten
hängen
heben
heißen
helfen
kennen
klingen
kommen
können
kriechen
laden
lassen
laufen
leiden
leihen
lesen
liegen
lügen
meiden
messen
misslingen
mögen
müssen
nehmen
nennen
pfeifen
raten
reiben
reißen
reiten
rennen
riechen
rufen
saufen
schaffen
scheiden
scheinen
schieben
schießen
schlafen
schlagen
schleichen
schleifen
schließen
schmeißen
schmelzen
schneiden
schreiben
schreien
schreiten
schweigen
schwellen
schwimmen
schwingen
schwören
sehen
sein
senden
singen
sinken
sitzen
sollen
spinnen
sprechen
springen
stechen
stehen
stehlen
steigen
sterben
stinken
stoßen
streichen
streiten
tragen
treffen
treiben
treten
trinken
trügen
tun
verderben
vergessen
vergleichen
verlieren
verlöschen
verschwinden
verstehen
verzeihen
wachsen
waschen
weben
weichen
weisen
wenden
werben
werden
werfen
wiegen
winden
wissen
wollen
ziehen
zwingen

bäckt/backt
befiehlt
beginnt
beißt
birgt
bewegt
biegt
bietet
bindet
bittet
bläst
bleibt
brät
brecht
brennt
bringt
denkt
dringt
darf
empfängt
empfielt
erschreckt
erwirbt
ißt
fährt
fällt
fängt
findet
fliegt
flieht
fließt
frisst
friert
gebiert
gibt
gefällt
geht
gelingt
gilt
genießt
geschiet
gewinnt
gießt
gleicht
gleitet
gräbt
greift
hat
hält
hängt
hebt
heißt
hilft
kennt
klingt
kommt
kann
kriecht
läd
lässt
läuft
leidet
leiht
liest
liegt
lügt
meidet
misst
misslingt
mag
muss
nimmt
nennt
pfeift
rät
reibt
reißt
reitet
rennt
riecht
ruft
säuft
schafft
scheidet
scheint
schiebt
schießt
schläft
schlägt
schleicht
schleift
schließt
schmeißt
schmilzt
schneidet
schreibt
schreit
schreitet
schweigt
schwillt
schwimmt
schwingt
schwört
sieht
ist
sendet
singt
sinkt
sitzt
soll
spinnt
spricht
springt
sticht
steht
stiehlt
steigt
stirbt
stinkt
stößt
streicht
streitet
trägt
trifft
treibt
tritt
trinkt
trügt
tut
verdirbt
vergisst
vergleicht
verliert
verlöscht
verschwindet
versteht
verzeiht
wächst
wäscht
webt
weicht
weist
wendet
wirbt
wird
wirft
wiegt
windet
weiß
will
zieht
zwingt

backte
befahl
begann
biss
barg
bewog
bog
bot
band
bat
blies
blieb
briet
brach
brannte
brachte
dachte
drang
durfte
empfing
empfahl
erschrack
erwarb

fuhr
fiel
fing
fand
flog
floh
floss
fraß
fror
gebar
gab
gefiel
ging
gelang
galt
genoss
geschah
gewann
goss
glich
glitt
grub
griff
hatte
hielt
hing
hob
hieß
half
kannte
klang
kam
kannte
kroch
lud
ließ
lief
litt
lieh
las
lag
log
mied
maß
misslang
mochte
musste
nahm
nannte
pfiff
riet
rieb
riss
ritt
rannte
roch
rief
soff
schuf
schied
schien
schob
schoss
schlief
schlug
schlich
schliff
schloss
schmiss
schmolz
schnitt
schrieb
schrie
schritt
schwieg
schwoll
schwamm
schwang
schwor
sah
war
sandte
sang
sank
saß
sollte
spann
sprach
sprang
stach
stand
stahl
stieg
starb
stank
stieß
strich
stritt
trug
traf
trieb
trat
trank
trog
tat
verdarb
vergaß
vergliech
verlor
verlosch
verschwand
verstand
verzieh
wuchs
wusch
wob
wich
wies
wandte
warb
wurde
warf
wog
wand
wusste
wollte
zog
zwang

hat gebacken
hat befohlen
hat begonnen
hat gebissen
hat geborgen
hat bewogen
hat/ist gebogen
hat geboten
hat gebunden
hat gebeten
hat geblasen
ist geblieben
hat gebraten
hat/ist gebrochen
hat gebrannt
hat gebracht
hat gedacht
ist gedrungen
hat gedurft
hat empfangen
hat empfohlen
ist erschrocken
hat erworben
hat gegessen
hat/ist gefahren
ist gefallen
hat gefangen
hat gefunden
hat/ist geflogen
ist geflohen
ist geflossen
hat gefressen
hat/ist gefroren
hat geboren
hat gegeben
hat gefallen
ist gegangen
ist gelungen
hat gegolten
hat genossen
ist geschehen
hat gewonnen
hat gegossen
hat geglichen
ist geglitten
hat gegraben
hat gegriffen
hat gehabt
hat gehalten
hat gehangen
hat gehoben
hat geheißen
hat geholfen
hat gekannt
hat geklungen
ist gekommen
hat gekonnt
ist gekrochen
hat geladen
hat gelassen
ist gelaufen
hat gelitten
hat geliehen
hat gelesen
hat gelegen
hat gelogen
hat gemieden
hat gemessen
ist misslungen
hat gemocht
hat gemusst
hat genommen
hat genannt
hat gepfiffen
hat geraten
hat gerieben
hat/ist gerissen
hat/ist geritten
ist gerannt
hat gerochen
hat gerufen
hat gesoffen
hat geschaffen
hat/ist geschieden
hat geschienen
hat geschoben
hat/ist geschossen
hat geschlafen
hat geschlagen
ist geschlichen
hat geschliffen
hat geschlossen
hat geschmissen
ist/hat geschmolzen
hat geschnitten
hat geschrieben
hat geschrie(e)n
ist geschritten
hat geschwiegen
ist geschwollen
hat/ist geschwommen
hat geschwungen
hat geschworen
hat gesehen
ist gewesen
hat gesandt/gesendet
hat gesungen
ist gesunken
hat gesessen
hat gesollt
hat gesponnen
hat gesprochen
ist gesprungen
hat gestochen
hat gestanden
hat gestohlen
ist gestiegen
ist gestorben
hat gestunken
hat/ist gestoßen
hat/ist gestrichen
hat gestritten
getragen
hat getroffen
hat/ist getrieben
hat/ist getreten
hat getrunken
hat getrogen
hat getan
hat/ist verdorben
vergessen
hat vergliechen
hat verloren
ist verloschen
ist verschwunden
hat verstanden
hat verziehen
ist gewachsen
hat gewaschen
hat gewoben
ist gewichen
hat gewiesen
hat gewandt/gewendet
hat geworben
ist geworden
hat geworfen
hat gewogen
hat gewunden
hat gewußt
hat gewollt
ist/hat gezogen
hat gezwungen

baka
skipa
byrja
bíta
fela, hylja
hreyfa
beygja
bjóða
binda
biðja
blása
dveljast
steikja
brjóta
brenna
koma með e-ð, færa
hugsa
ryðjast
mega
taka á móti
mæla með
verða hræddur, bregða

borða
aka, fara
detta, falla
gíða, fanga
finna
fljúga
flýja
renna
éta
frjósa, vera kalt
fæða
gefa, rétta
falla í geð, líka við
fara, ganga
heppnast, takast
gilda
njóta
gerast
sigra
hella, vökva
líkjast
líða áfram
grafa
grípa
hafa, eiga
halda, stansa
hanga
lyfta
heita
hjálpa
þekkja
hljóma
koma
geta
skríða
hlaða
láta
ganga, hlaupa
þjást
lána
lesa
liggja
ljúga
forðast
mæla
mistakast
geðjast
verða, þurfa
taka
nefna, kalla
flauta
ráðleggja
nudda

rífa
ríða
hlaupa
lykta
hrópa, kalla
drekka, svolgra í sig
skapa, búa til
aðskilja
skína, virðast
ýta
skjóta
sofa
slá, berja
læðast
slípa
loka
kasta
bráðna, bræða
skera, klippa
skrifa
öskra
ganga
þegja
bólgna
synda
sveifla
sverja
sjá
vera
senda
singja
sökkva
sitja
eiga, skulu
spinna
tala
stökkva
stinga
standa
stela
stíga
deyja
lykta illa
rekast á, hrinda
strjúka
rífast
bera
hitta
reka, iðka
stíga, sparka
drekka
svíkja
gera
skemmast, skemma
gleyma
bera saman
týna, tapa

hverfa
skilja
fyrirgefa
vaxa
þvo
vefa
víkja
vísa, sýna
snúa
auglýsa
verða, munu
kasta
vigta
snúa
vita
vilja, ætla
draga, fara
þvinga