Greinir Nafnorð Lýsingarorð Tölur Fornöfn Forsetningar Sagnir Aukasetningar

 

Málfræðivefur

Á vef þessum er að finna helstu málfræðiatriðin sem kennd eru í þýskukennslu í íslenskum framhaldsskólum.

Hann ætti að nýtast í kennslustundum fyrir nemendur sem eru með fartölvur og við heimanám. Reiknað er með að notendur hafi einnig aðgang að málfræðibókinni sem fylgir kennsluefninu Þýska fyrir þig og geti lesið sér þar betur til og flett upp á því sem ekki er fjallað um hér.

Vefnum er skipt upp í 8 hluta eftir orðflokkum og eiga litirnir að sýna um hvaða orðflokk er að ræða.

Helsta heimildin við gerð vefjarins var málfræðibókin með kennsluefninu Þýska fyrir þig (Mál og menning 2001), samin af þýskukennurum, yfirumsjón hafði Maja Löbell.

 

 

 

 

 

Gert í Menntaskólanum á Akureyri 2002
©Sigrún Aðalgeirsdóttir sigrun@ma.is
síðast uppfært 28.09.2011