Greinir Nafnorð Lýsingarorð Tölur Fornöfn Forsetningar Sagnir Aukasetningar
 

Aukasetningar

(Nebensätze)

Aukasetningar hefjast á aukatengingum, tilvísunarfornöfnum eða spurnarorðum. Þær geta ekki staðið einar sér en geta verið bæði á undan og á eftir aðalsetningunni.

Í aukasetningum stendur beygða sögnin aftast.

Dæmi:
Er kommt nicht, weil er krank ist. (Hann kemur ekki af því að hann er veikur)
Als ich nach Hause kam, war keiner da. (Þegar ég kom heim var enginn þar)

Laus forskeyti losna ekki frá sögninni í aukasetningum.

Dæmi:
Ich weiß, dass er mich heute abholt. (Ég veit að hann sækir mig í dag)

Ef sagnirnar eru fleiri en ein stendur beygða sögnin aftan við hinar.

Dæmi:
Er geht immer ins Schwimmbad, wenn er lange gearbeitet hat.

Í málfræðibókinni Þýska fyrir þig (í 15. kafla) er listi yfir aukatengingar með dæmum.

 

 

 

Gert í Menntaskólanum á Akureyri 2002
©Sigrún Aðalgeirsdóttir sigrun@ma.is
síðast uppfært 16.09.2003