::samkynhneigð::   ::rangt og rétt::   ::hommar og lesbíur::   ::í felum::   ::fordómar::
 ::jafnrétti - mannréttindi::   ::í skáp::   
:: þögnin::   ::ekki einn::   ::samband::

... samkynhneigð ...
Nokkur atriði um líf og tilveru samkynhneigðra í nútímasamfélagi
Kynning á vegum S78N, Norðurlandshóps Samtakanna 78


Samkynhneigð er:
  • elska einstakling af sama kyni
  • horfa á, dást að einstaklingi af sama kyni
  • að vilja snerta hann, leiða hann, faðma hann, kyssa hann, eiga hann

Langalgengast er að strákur verðir hrifin af stelpu og stelpa verði hrifin af strák. Úr þessu verða þessi hefðbundnu pör, hvort af sínu kyni. Gagnstæð kyn. Þetta fólk er kallað GAGNKYNHNEIGT.

En það eru ekki allir svona. Sumir eru skapaðir öðruvísi. Strákur getur elskað strák og stelpa elskað stelpu. Úr því verða líka pör, strákur með strák eða stelpa með stelpu. Sama kyns. Þau eru kölluð SAMKYNHNEIGÐ.

Línurnar eru ekki alveg svona skýrar, það er ekki bara svart og hvítt heldur líka eitthvað þar á milli. Þeir sem hneigjast til sama kyns á einum tíma og til andstæðs kyns á öðrum eru kallaðir tvíkynhneigðir.

Algengt?
Það eru ekki allir sammála um það hversu algengt þetta er. Flest bendir þó til þess að nálægt 5% manna séu samkynhneigðir. Nýjar ástralskar kannanir sýna að 10% 14-18 ára unglinga hneigist til sama kyns. Þannig gætu verið 1-2 samkynhneigðir í hverjum 25 manna bekk í skóla - eða því sem næst.

Þetta segir ekki alla sögu. Kynhneigð og kynhegðan eru ekki eitt og sama tóbakið. Mun fleiri segjast í könnunum hafa reynt kynlíf með einstaklingum af sama kyni en þeir sem telja sig samkynhneigða.

S78N  ©svp  2004