Veisla

Gakktu inn
í grashólinn þinn

ungi maður
á sauðskinnsskónum,
stingdu tölvunni þinni
í samband við moldarvegginn
skammt frá langeldinum
og talaðu við heiminn

Taktu síðan móköggul
eða svarðarflögu
í latexklædda lófa þína,
gakktu inn í
steinsteypsta hitaveituveröld
þína,
leggðu byrðina frá þér
á marmaraklætt
eldhúsgólfið.

Hengdu læri lambs
í halogenljósið í loftinu,
tendraðu glóð
í mó eða sverði
og bíddu
með handfrjálsan síma í eyra,
fartölvu í kjöltu,
og Quarashi í græjunum
uns hangiketið
verður lagt á borð.

 

Sá korni þínu
sáðmaður
ef hafa vilt arð
af akri

Sá korni friðar
svo frið megi
upp skera

Sá korni fljótt
svo ég megi
upp skera

Dellur (!)

Blindur er sjónlaus maður

Betri er hálfur skaði en enginn

Þegar ein báran rís er önnur stök

Sjaldan launar kálfur ofbeldið

Enginn verður óbarinn smiður

Græddur er gleymdur eyrir

Við skulum klára þetta þangað til að er búið

Það er ekki búið sem lokið er

Betur sér auga en eyra

Sjaldan veldur einn nema þeir séu tveir