Það var eftir
dönskuprófið sem þær Katrín Kolka og Inga Lára komu og náðu í
mig til að hafa mig með á myndum af bekknum. Ég hef verið
umsjóarmaður bekkjarins í vetur, var með nýja myndvél við hendina
og greip hana með og í stað þess að sitja fyrir á myndum
stundarlengi smellti ég af. Og þetta er útkoman, eftir að Hjalti
Jakobs kenndi mér að ganga frá myndum fyrir vef. Ef þú vilt sjá
myndirnar aðeins stærri, smelltu þá á þær með múrsahnappnum.
Það
tók að sjálfsögðu smástund að koma sér fyrir í stiganum á
Hólum, brýna svipinn og prófa brosið og myndatakan gekk allvel
þangað til fólk áttaði sig á því að ég var ekki aðallega að
taka hópmyndir heldur miðaði á einstaklinga í hópnum. Þá
ókyrrðust sumir en aðrir settu upp sparisvipinn.
Jájá.
Það urðu til afar góðar hópmyndir líka. Ég lenti víst inni í
annarra manna myndavélum. (Verst að ekki skuli allir vera með.) En
þar sem ég stóð í hópnum hélt ég áfram að smella af og grípa
andartök. Hér eru þau - og allt endar svo á svolítilli
uppstillingu.
Já,
þetta eru fallegar myndir. Það er enginn vandi að taka
fallegar myndir ef fyrirmyndirnar eru svoleiðis.
En
svo að lokum, krakkar mínur: Njótið sumarsins, farið vel og varlega
með ykkur, þið eruð dýrmæt. Þakka ykkur kærlega fyrir samveruna
og samvinnuna í vetur - ykkar svp.