Talað mál
eitt og annað um talmálið, málið sjálft
 
 
 
 
 
 

Talað mál er málið sjálft. Ritmál er eins konar tækni til að gera það sem sagt er sýnilegt. Ritmálið er miklu íhaldssamara en talmálið af því að það sem við segjum, málið sjálft, getur breyst í meðförum okkar á löngum tíma en reglur binda ritmálið langtímum saman. Þess vegna má segja að ritmál nútímans sé að nokkru leyti talmál liðinnar tíðar.

Stundum breytist eitthvað í talmáli, kannski er það liður í langtímaþróun, en á meðan breytingin á sér stað köllum við hana oft villu vegna þess að hún brýtur í bága við reglurnar, er brot á hefðinni sem við erum vön. Við reynum að leiðrétta og lagfæra og það þykir gott að í málfélaginu ríki talsverð íhaldssemi.

Hér eru nokkur dæmi um gott mál og vandað og ýmislegt sem betur mætti fara í máli okkar nútímamannanna. Gott mál og vandað.

    © Sverrir Páll Erlendsson, Akureyri 2003