Orðaforði
orðaforði máls eru öll orð sem teljast fullgild í málinu
 
 
 
 
 
 

Orðaforðinn
Orðaforðinn getur verið virkur (daglegt mál, orð sem málnotandi notar meira og minna, jafnvel flesta daga).

Orðaforðinn getur verið óvirkur eða lítið virkur (orð sem eru ekki í daglegri notkun, sjaldan notuð, jafnvel orð sem maður kannast bara við á bókum).

Orðflokkar og beygingar
Orð eru oftast flokkuð eftir
merkingu þeirra:
    Nafnorð = nöfn á hlutum og hugmyndum
    Lýsingarorð = lýsa hlutum
    Sagnir = segja frá atburðum

öðru hlutverki þeirra:
    Samtengingar tengja saman orð og setningar
    Fornöfn = í staðinn fyrir nafnorð (fyrir nöfn)

Orðaforðinn skiptist í:
    Fallorð. Aðaleinkenni: beygjast í föllum -standa í föllum (þótt föll séu stundum eins).
    Sagnorð. Aðaleinkenni: beygjast í tíðum - hafa nútíð og þátíð (og svokallaðar samsettar tíðir).
    Smáorð. Beygjast (yfirleitt) ekki (nema stirðleg stigbreyting atviksorða).

    © Sverrir Páll Erlendsson, Akureyri 2003