Íslensk málfræði
ýmislegt efni handa Íslendingum sem hafa ekki lokið íslensku grunnskólaprófi
 
 
 
 
 
 

Íslenska er mikið beygingamál, flest helstu orðin í málinu (fallorðin og sagnorðin) hafa talsvert flókna beygingu. Beyging orðanna er mjög mikilvæg vegna þess að í mismunandi beygingarmyndum felst mismunandi merking. Allar beygingar hafa þannig tilgang.

Tvenns konar orð taka beygingum, sagnorð og fallorð (nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð og greinir).

Margt í íslenskri málfræði og beygingum er líkt og í málfræði nágrannamálanna en flest Evrópumál hafa þó einfaldari beygingar en íslenska. Sagnorðin beygjast töluvert mikið í öllum þessum málum og kannski er beyging þeirra einna flóknust í frönsku. Í íslensku beygjum við fallorðin í 4 föllum, nefnifalli, þolfalli, þágufalli og eignarfalli. Þýskan hefur líka þessi 4 föll, og þau koma aðallega fram í ákveðna greininum, en danska bara 3 (nefnifall og eignarfall hjá nafnorðum og nefnifall og andlagsfall hjá fornöfnum) og enska hefur eiginlega ekki nema eitt fall (þótt segja megi að sums staðar séu leifar af eignarfalli, komma eða s). Þeir sem hafa kynnst finnsku vita að í henni er 14 eða 16 föll, en það er allt annar handleggur, finnska er ekkert skyld öðrum norrænum eða germönskum málum.

Fallorð Sagnorð Óbeygð orð
nafnorð   forsetningar
lýsingarorð   samtengingar
fornöfn   atviksorð
töluorð   upphrópanir
greinir    
     
fallstjórn    

Hér er listi með helstu málfræðiheitum á íslensku og ensku, en í öðrum erlendum málum eru oftast notuð sambærileg heiti og þau ensku.


    © Sverrir Páll Erlendsson, Akureyri 2003