|
Barki, barkakýli Barkinn og barkakýlið eru mikilvæg tæki fyrir hljóðmyndun. Leið loftsins til og frá lungum er um barkann, þetta er hin mikla loftrás líkamans. Við öndum að okkur og frá. Þegar við öndum frá okkur getum við myndað hljóð með því að beita því sem er inni í barkakýlinu. Þar eru mjúk og blaut þykkildi sem kallast raddbönd og þegar við þrýstum lofti frá okkur myndast stundum titringur milli þeirra.
Síðast yfirfarið 08.03.2001 - svp
|
©Allur höfundarréttur þessa efnis er hjá Sverri Páli Erlendssyni. Notkun er öllum heimil, ekki síst þeim sem kynnu að þakka fyrir afnotin. Öll birting ellegar frekari útfærsla er háð leyfi höfundar. |